Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Guðrún á meðal efstu kvenna
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 30. júní 2021 kl. 21:35

Guðrún á meðal efstu kvenna

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hóf í dag leik á Big Green Egg Open mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Eftir góðan dag er  Guðrún jöfn í sjöunda sæti.

Guðrún fór seint út í dag og hóf hún leik á fyrstu braut. Golfið var stöðugt hjá Guðrúnu og tapaði hún ekki höggi á hringnum í dag. Hún fékk fugl á báðum par 3 holunum á fyrri níu holunum og þar við sat. Hringinn endaði hún því á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Guðrún heldur því áfram að leika undir pari en hún lék alla þrjá hringi síðasta móts á undir pari. Eins og áður sagði er Guðrún jöfn í sjöunda sæti, fjórum höggum á eftir Stephanie Kyriacou sem er í efsta sætinu á sex höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.