Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Guðrún bætti sig um sjö högg
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 29. maí 2021 kl. 15:23

Guðrún bætti sig um sjö högg

Annar dagur Ladies Italian Open mótsins á Evrópumótaröð kvenna var leikinn í dag en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, var þar á meðal keppenda. Hún bætti sig um sjö högg milli hringja en varð enga að síður að sætta sig við að vera þremur höggum frá því að komast áfram.

Staða Guðrúnar var erfið fyrir daginn í dag eftir að hafa leikið á 79 höggum í gær, eða sjö höggum yfir pari og þyrfti hún því á góðum hring að halda í dag. Guðrún hóf leik á 10. holu í dag og var hún á tveimur höggum yfir pari eftir níu holur. Hún náði þó að sýna sitt rétta andlit á síðari níu holunum og lék þær á tveimur höggum undir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Guðrún endaði hringinn því á 72 höggum, eða pari vallar, og lék hún hringina tvo á sjö höggum yfir pari. Þær sem voru á fjórum höggum yfir pari og betur komust áfram. Guðrún leikur næst á Jabra Ladies Open mótinu í Frakklandi sem hefst 3. júní næstkomandi.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.