Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Guðrún Brá byrjaði rólega á Spáni
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 7. júlí 2022 kl. 23:16

Guðrún Brá byrjaði rólega á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lauk leik á fyrsta hring Estrella Damm Ladies Open á Spáni í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hún kom í hús á 78 höggum eða á 6 höggum yfir pari Club De Golf Terramar vallarins.

Staðan á mótinu

Örninn 2025
Örninn 2025

Það er hin spænska Carlota Ciganda og hin sænska Jessica Karlsson sem leiða á 7 höggum undir pari eftir fyrsta hring, þremur höggum á undan næstu kylfingum.

Guðrún Brá á rástíma á öðrum hring upp úr klukkan sjö í fyrramálið á íslenskum tíma.