Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Guðrún Brá leikur á LET Access í Tékklandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 15. september 2020 kl. 23:36

Guðrún Brá leikur á LET Access í Tékklandi

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur leik á morgun á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni og fer það fram dagana 16.-18. september á Prague City vellinum.

Guðrún Brá lék um síðustu helgi á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún er með fullan keppnisrétt. Hún komst þó ekki í gegnum niðurskurðinn. Helgina þar á undan lék hún í Sviss á LET Access mótaröðinni og endaði þá jöfn í 14. sæti. 

Á morgun hefur Guðrún Brá leik klukkan 9:36 að staðartíma sem er 7:36 að íslenskum tíma. Hún byrjar á 10. holu og með henni í holli eru þær Rachael Taylor og Tereza Melecka.

Hérna verður hægt að fylgjast með skorinu.