Fréttir

Guðrún Brá sigraði með yfirburðum í KPMG-Hvaleyrarbikarnum
Guðrún Brá slær hér á 11. holu á Hvaleyrarvelli. Mynd: [email protected]
Sunnudagur 22. júlí 2018 kl. 15:35

Guðrún Brá sigraði með yfirburðum í KPMG-Hvaleyrarbikarnum

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í dag með miklum yfirburðum í KPMG Hvaleyrarbikarnum sem fór fram á heimavelli hennar hjá Golfklúbbi Keilis. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni.

Guðrún Brá lék hringina þrjá samtals á 4 höggum yfir pari (72, 73, 72) og var í forystu allan tímann. Hún endaði að lokum sex höggum á undan Berglindi Björnsdóttur úr GR sem endaði önnur á 10 höggum undir pari.

Anna Sólveig Snorradóttir endaði í 3. sæti á 13 höggum yfir pari og Helga Kristín Eindarsdóttir endaði í því fjórða á 14 höggum yfir pari.

Guðrún Brá hefur nú leikið á tveimur mótum á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári og endað í efsta sæti í báðum mótunum. Hún hefur einbeitt sér að LET Access mótaröðinni á þessu ári en hún verður í eldlínunni í næstu viku þegar Íslandsmótið í höggleik fer fram í Vestmannaeyjum.

Lokastaðan í kvennaflokki:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, +4
2. Berglind Björnsdóttir, GR, +10
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK, +13
4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK, +14
5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, +18

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Berglind Björnsdóttir endaði önnur.

Ísak Jasonarson
[email protected]