Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Guðrún lék lokhringinn á 72 höggum
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 5. september 2020 kl. 12:28

Guðrún lék lokhringinn á 72 höggum

Íslandsmeistarinn í höggleik síðustu þriggja ára Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék lokahring Flumserberg Ladies Open mótsins á 72 höggum. Hún endaði mótið jöfn í 14. sæti en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Guðrún hóf leik á 10. braut í dag og átti erfitt uppdráttar á fyrstu níu holunum en að þeim loknum var hún komin á þrjú högg yfir par. Hún náði þó að snúa blaðinu við á síðari níu holunum og nældi sér í þrjá fugl. Guðrún endaði því hringinn á pari líkt og í gær. Mótið endaði Guðrún jöfn í 14. sæti eins og áður sagði á þremur höggum undir pari.

Flottur árangur hjá Guðrúnu sem mun í næstu viku leika á Swiss Ladies Open mótinu á Evrópumótaröð kvenna og er hún til alls líkleg í því móti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.