Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Gunnar Blöndahl lék best í forkeppni fyrir Símamótið á Eimskipsmótaröðinni
Leikið verður á Hlíðavelli á Símamótinu um næstu helgi
Miðvikudagur 1. júní 2016 kl. 11:21

Gunnar Blöndahl lék best í forkeppni fyrir Símamótið á Eimskipsmótaröðinni

Golfklúbbur Mosfellsbæjar og GSÍ buðu upp á nýjung á mánudaginn en þá var haldin forkeppni fyrir Eimskipsmót þar sem kylfingar með of háa forgjöf fyrir viðmið mótaraðarinnar gátu spilað sig inn í mótið. Þetta er í fyrsta skipti sem slík forkeppni fer fram á mótaröð þeirra bestu á Íslandi.

Alls tóku 10 karlkylfingar þátt en engin kona var með að þessu sinni. Gunnar Blöndahl lék besta hringinn en hann kom inn á 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Hörð keppni var um laust sæti en alls komust 4 kylfingar áfram. Það var áðurnefndur Gunnar, Birgir Rúnar, Jón og Hilmar Snær sem komust áfram og fá að leika á Eimskipsmótinu um helgina. Elís Rúnar Elísson þurfti að sætta sig við fimmta sætið, höggi frá þeim Jóni og Hilmari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Úrslit voru eftirfarandi:

1 Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG 78 högg (+6)
2 Birgir Rúnar Steinarsson Busk, GOS 79 högg (+7)
3 Jón Gunnarsson, GKG 81 högg (+9)
4 Hilmar Snær Örvarsson, GKG 81 högg (+9).
5 Elís Rúnar Elísson, GM 82 högg (+10).
6 Sveinbjörn Guðmundsson, GK 84 högg (+12).
7 Viktor Snær Ívarsson, GKG 85 högg (+13).
8 Róbert Þrastarson, GKG 88 högg (+16).
9 Óskar Gíslason, GÞ 92 högg (+20).
10 Aðalsteinn Júlíusson, GKG 96 högg (+24).