Fréttir

Hadwin og Armour efstir á 3M mótinu
Adam Hadwin hefur ekki komist í gegnum niðurskurð í síðustu þremur mótum en leiðir nú þegar keppni er hálfnuð
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 24. júlí 2021 kl. 09:36

Hadwin og Armour efstir á 3M mótinu

Adam Hadwin og Ryan Armour deila forystunni á 3M mótinu á PGA mótaröðinni þegar keppni er hálfnuð. Þeir eru báðir á 10 höggum undir pari.

Þéttur pakki kylfinga kemur þar fast á eftir. Margir af bestu kylfingum heims eru í fríi þessa vikuna eftir að hafa leikið á Opna mótinu í síðustu viku.

Þó eru nokkur af þekktustu nöfnunum með eins og Louis Oosthuizen sem endaði í 3. sæti í síðustu viku eftir að hafa leitt mótið fyrstu þrjá hringina. Hann er samtals á 6 höggum undir pari og í fínni stöðu.

Það gekk ekki eins vel hjá Dustin Johnson sem situr í öðru sæti heimslistans. Johnson lék fyrstu tvo hringina á pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við tvö högg undir pari.

Staðan í mótinu