Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Hákon Örn vann upp sex högga mun og sigraði í Leiru
Hákon Örn á 15. teig á lokahringnum í Leiru.
Sunnudagur 5. júní 2022 kl. 16:39

Hákon Örn vann upp sex högga mun og sigraði í Leiru

Hákon Örn Magnússon, Golfklúbbi Reykjavíkur vann upp sex högga forskot Daníels Ísaks Steinarssonar úr Golfklúbbnum Keili, á lokahringnum og tryggði sér sinn þriðja sigur á GSÍ mótaröðinni á Leirumótinu á Hólmsvelli sem lauk á hvítasunnudag. Hákon endaði á tíu höggum undir pari og vann með tveggja högga mun. 

Daníel Ísak leiddi með 4 höggum fyrir lokahringinn og byrjaði á að vippa ofan í á 1. braut fyrir erni, tveimur höggum undir pari og átti þá sex högg á Hákon Örn og þannig var staðan þegar lokahollið fór á 3. teig, Bergvíkina. Þar fékk Hákon Örn fugl á meðan Daníel fékk skolla. Hákon Örn fékk fugl á næstu tveimur brautum og þá var munurinn kominn niður í 3 högg. Á 13. og 14. holu vann Hákon Örn önnur þrjú högg og náði þá forystu í fyrsta sinn. Daníel náði að jafna með fugli á 15. holu en á þeirri 16. tapaði hann tveimur höggum eftir að hafa lent í glompu og þurft tvö högg upp úr henni. Þeir fengu báðir fugla á 17. og 18. holu og Hákon fagnaði því tveggja högga sigri.

Örninn 2025
Örninn 2025

Þeir félagar voru í sérflokki og algert einvígi á milli þeirra.

„Þetta var frábært. Ég lék mjög gott golf og vissi að ég þyrfti að gera það, ekki síst þegar hann var kominn með sex högga forskot í upphafi hringsins. Ég hef æft vel í vetur og undanfarið og vonast til að toppa í haust þegar ég reyni við atvinnumannadrauminn í úrtökumótum,“ sagði Hákon Örn.

Daníel Ísak á 15. teig á Hólmsvelli. kylfingur.is/pket.

Lokastaðan í karlaflokki

https://instagram.com/stories/gsigolf/2853816471543474248?utm_source=ig_story_item_share&igshid=YmMyMTA2M2Y=