Public deli
Public deli

Fréttir

Haraldur á þremur undir í Frakklandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 23. júní 2024 kl. 12:44

Haraldur á þremur undir í Frakklandi

Haraldur Franklín Magnús endaði jafn í 23. sæti á Blot Open de Bretagne mótinu á Áskorendamótaröðinni sem fram fór í Frakklandi og lauk í dag. Haraldur lék hringina fjóra á þremur undir pari, 70-69-69-69.

Haraldur er í 61. sæti á stigalistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í 44. sæti listans og Axel Bóasson í 161. sæti en þeir þrír eru allir með þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta röðin í Evrópu.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024