Háskólagolfið: Birgir Björn endaði í 17. sæti í KCAC Conference
Birgir Björn Magnússon, GK, og Gunnar Guðmundsson, GKG, voru á meðal keppenda á KCAC Conference Championship mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu dagana 29.-30. apríl.
Birgir Björn lék hringina þrjá í mótinu á 20 höggum yfir pari og endaði jafn í 17. sæti í einstaklingskeppninni.
Gunnar lék tveimur höggum verr, kom inn á 22 höggum yfir pari, og endaði í 22. sæti.
Lið strákanna, Bethany skólinn, endaði í 3. sæti í liðakeppninni á 62 höggum yfir pari. Kansas Wesleyan skólinn fagnaði sigri á 35 höggum yfir pari.
Hér er hægt að sjá lokastöðuna.