Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Háskólagolfið: Björn Óskar og Hlynur hafa lokið leik | Lokahringnum aflýst
Björn Óskar Guðjónsson.
Þriðjudagur 19. febrúar 2019 kl. 18:39

Háskólagolfið: Björn Óskar og Hlynur hafa lokið leik | Lokahringnum aflýst

Þeir Björn Óskar Guðjónsson og Hlynur Bergsson luku í gær leik á The All American mótinu sem fram fór í Texas. Mótið átti upphaflega að klárast í dag en vegna veðurs varð að stytta mótið í 36 holur.

Björn Óskar, sem leikur fyrir Louisiana Lafayette, varð efstur af liðsfélögum sínum en hann lék hringina tvo á 75 og 74 höggum. Samtals lék hann á fimm höggum yfir pari og endaði hann mótið jafn í 36. sæti. Lið Björns Óskars endaði í 11. sæti á samtals 23 höggum yfir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025


Hlynur Bergsson.

Hlynur náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta hring upp á 72 högg. Hann lék annan hringinn á 80 höggum eða átta höggum yfir pari og endaði mótið á átta höggum yfir pari. Það skilaði honum í 56. sæti ásamt fleirum. Lið Hlyns, North Texas, endaði jafnt í 9. sæti á samtals 21 höggi yfir pari.

Lokastöðuna í mótinu má sjá hérna.