Háskólagolfið: Guðrún Brá endaði í 7. sæti í Oklahoma
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og félagar hennar í Fresno State skólanum léku í The Dale McNamara Invitational mótinu sem fram fór dagana 10.-11. apríl í bandaríska háskólagolfinu.
Guðrún Brá heldur áfram að gera það gott en hún endaði jöfn í 7. sæti í einstaklingskeppninni af 54 kylfingum. Guðrún Brá lék á 11 höggum yfir pari í heildina.
Hún var á besta skorinu í sínu liði sem endaði í 4. sæti af 9 liðum.
Lið Tulsa stóð uppi sem sigurvegari á 41 höggi yfir pari, 19 höggum á undan Fresno State.
Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.