Fréttir

Háskólagolfið: Hlynur fór holu í höggi
Hlynur Bergsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 7. október 2019 kl. 13:50

Háskólagolfið: Hlynur fór holu í höggi

Hlynur Bergsson fór holu í höggi á fyrsta keppnisdegi Maridoe Intercollegiate mótsins sem fer fram í bandaríska háskólagolfinu.

Hlynur náði draumahögginu á 14. holu Mardoe golfvallarins en hann spilaði fyrsta hringinn á parinu og er meðal efstu manna rétt áður en hann fer út á öðrum keppnisdegi. 14. holan spilast venjulega um 170 yarda löng eða rúmlega 150 metra löng.

Auk Hlyns er Björn Óskar Guðjónsson meðal keppenda í mótinu en hann er höggi á eftir Hlyni í 7. sæti í einstaklingskeppninni.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.