Fréttir

Háskólagolfið: Vikar keppti á USF Invitational
Vikar Jónasson.
Miðvikudagur 13. mars 2019 kl. 16:52

Háskólagolfið: Vikar keppti á USF Invitational

Vikar Jónasson, GK, og félagar hans í Southern Illinois skólanum voru á meðal keppenda á USF Invitational mótinu í bandaríska háskólagolfinu.

Vikar lék hringina þrjá í mótinu á 18 höggum yfir pari í heildina við nokkuð erfiðar aðstæður en fresta þurfti leik vegna veðurs á fyrri keppnisdegi mótsins.

Vikar lék ekki fyrir hönd liðsins í mótinu heldur keppti hann sem einstaklingur og því taldi skor hans ekki með liðinu. Lið hans endaði í 5. sæti í liðakeppninni en sjálfur endaði hann í 62. sæti í einstaklingskeppninni.

Næsta mót hjá Vikari í háskólagolfinu er FAU Spring Break Challenge sem fer fram dagana 29.-31. mars.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna á USF Invitational.

Ísak Jasonarson
[email protected]