Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Heiðrún Anna með fimm högga forskot á Akranesi
Heiðrún Anna Hlynsdóttir
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
laugardaginn 21. maí 2022 kl. 20:32

Heiðrún Anna með fimm högga forskot á Akranesi

Kristín Sól lék vel á öðrum keppnisdegi

Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr GOS, sem var með tveggja högga forskot eftir fyrsta hring, jók forskot sitt á öðrum keppnisdegi B59 Hotel mótsins á Akranesi í dag.

Heiðrún lék á 74 höggum eða á 2 höggum yfir pari og er samtals á 1 höggi yfir pari. Hún er með fimm högga forskot á Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr GR, sem lék á fjórum höggum yfir pari í dag. Kristín Sól Guðmundsdóttir úr GM, sem lék á 2 höggum yfir pari í dag, rétt eins og Heiðrún Anna, er í þriðja sæti fyrir lokahringinn á 7 höggum yfir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Staðan á mótinu

Rástímar

Heiðrún Anna fékk tvo fugla og fjóra skolla á hringnum.

Skorkort Heiðrúnar Önnu

Jóhanna Lea fékk tvo fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum.

Skorkort Jóhönnu Leu

Kristín Sól fékk einn örn, einn fugl og fimm skolla á hringnum.

Skorkort Kristínar Sólar

Skorið var niður eftir daginn í dag um 30% en 16 kylfingar leika á lokahringnum á morgun. Fyrstu konur verða ræstar út rétt fyrir ellefu í fyrramálið.

Þær Heiðrún Anna, Jóhanna Lea og Kristín Sól mynda lokaráshópinn og verða þær ræstar út rétt fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun.