Fréttir

Heimslisti karla: Guðmundur Ágúst aldrei verið ofar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 08:34

Heimslisti karla: Guðmundur Ágúst aldrei verið ofar

Nýr heimslisti karla var birtur í gær að loknum mótum helgarinnar. Aðeins ein breyting varð á efstu 10 kylfingunum en Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kemst inn á topp 10. Hann situr í 10. sæti á nýjum lista en Francesco Molinari fellur niður í 11. sætið. Brooks Koepka situr enn í efsta sæti listans og hefur nú verið á toppnum í 17 vikur samfleytt.

Paul Casey, sem sigraði á móti helgarinnar á Evrópumótaröð karla, fer upp um þrjú sæti og situr nú í 14. sæti listans. Guðmundur Ágúst Kristjánsson heldur áfram að klífa listann og situr nú í 556. sætinu. Guðmundur náði góðum árangri á Áskorendamótaröðinni um helgina þar sem hann endaði jafn í 13. sæti á Opna Bretagne mótinu.

Hér má sjá listann í heild.