Fréttir

Heimslisti karla: Burns í fyrsta sinn á meðal 50 efstu
Sam Burns.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 4. maí 2021 kl. 22:58

Heimslisti karla: Burns í fyrsta sinn á meðal 50 efstu

Nýr og uppfærður heimslisti var birtur í gær og eru litlar breytingar á efstu mönnum. Dustin Johnson er sem fyrr í efsta sætinu og hefur hann nú setið í efsta sætinu samfleytt í 37 vikur. Hann hefur einnig verið samtals í 128 vikur á toppnum sem er þriðji besti árangur sögunnar.

Sam Burns fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni þegar að hann bar sigur úr býtum á Valspar meistaramótið. Fyrir mótið var hann í 94. sæti listans og hafði best komist í 78. sætið en eftir sigurinn er Burns nú kominn í 44. sæti listans.

Suður-Afríkubúinn Dean Burmester fagnaði sigri á Tenerife Open mótinu á Evrópumótaröðinni. Hann fór úr 168. sæti upp í 107. sæti.

Listann í heild sinni má nálgast hérna.