Fréttir

Heimslisti karla: Johnson vermt efsta sætið í 100 vikur
Dustin Johnson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 19. október 2020 kl. 15:16

Heimslisti karla: Johnson vermt efsta sætið í 100 vikur

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er sem fyrr í efsta sæti heimslista karla í golfi. Listinn var uppfærður í dag eftir mót helgarinnar á mótaröðum þeirra bestu í heimi.

Johnson, sem gat þó ekki spilað um helgina vegna Covid-19, hefur nú verið í efsta sætinu í 100 vikur og er einungis fjórði kylfingurinn í sögu heimslistans sem nær þeim árangri. Hann nálgast nú árangur Rory McIlroy sem hefur vermt efsta sætið í 106 vikur.

Af öðrum kylfingum ber helst að nefna að sigurvegari helgarinnar á PGA mótaröðinni, Jason Kokrak, færist upp listann og er nú kominn upp í 26. sæti sem er hans besta staða á listanum frá upphafi. Adrian Otaegui, sem sigraði á Evrópumótaröðinni situr nú í 157. sæti en hann var í 248. sæti fyrir helgi.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla í golfi.