Fréttir

Heimslisti karla: McIlroy kominn í efsta sætið
Rory McIlroy tjáði blaðamönnum fyrir áramót að markmið hans væri að komast aftur í efsta sæti heimslistans.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 10. febrúar 2020 kl. 10:00

Heimslisti karla: McIlroy kominn í efsta sætið

Norður-Írinn Rory McIlroy er kominn aftur í efsta sæti heimslistans og er þetta í fyrsta skiptið síðan í september 2015 sem hann vermir efsta sætið.

McIlroy lék ekki í móti um helgina en fór þrátt fyrir það upp fyrir Bandaríkjamanninn Brooks Koepka sem hafði verið í efsta sætinu í töluverðan tíma.

Um er að ræða 96. viku McIlroy í efsta sætinu en hann er nú einungis einni viku frá því að jafna árangur Nick Faldo sem var á sínum tíma í 97 vikur í efsta sætinu.

Staða efstu manna gæti þó breyst töluvert eftir næstu helgi þegar níu af tíu bestu kylfingum heims keppa á Genesis Invitational á PGA mótaröðinni.

10 efstu kylfingar heims í karlaflokki þann 10. febrúar 2020:

1. Rory McIlroy
2. Brooks Koepka
3. Jon Rahm
4. Justin Thomas
5. Dustin Johnson
6. Patrick Cantlay
7. Webb Simpson
8. Tiger Woods
9. Xander Schauffele
10. Justin Rose