Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Heimslisti karla: McIlroy upp fyrir Faldo
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 24. febrúar 2020 kl. 19:08

Heimslisti karla: McIlroy upp fyrir Faldo

Eins og greint var frá fyrr í dag er Patrick Reed kominn í 8. sæti heimslistans eftir sigurinn á heimsmótinu í Mexíkó í gær. 

Rory McIlroy er sem fyrr í efsta sætinu og hefur hann nú verið þar síðastliðnar 3 vikur. Samtals hefur McIlroy nú verið í efsta sætinu í 98 vikur og eru því aðeins tveir kylfingar sem hafa setið lengur í efsta sætinu en McIlroy. Fyrir helgi var McIlroy jafn Nick Faldo í þriðja sætinu með samtals 97 vikur og var því öruggt að hann næði þessu afreki.

Örninn 2025
Örninn 2025

Það verður þó þrautinni þyngri að komast upp fyrir Greg Norman sem situr í öðru sæti með samtals 331 viku. Hvað þá að komast upp fyrir Tiger Woods sem sat á sínum tíma í samtals 683 vikur í efsta sætinu.

Til að setja hlutina í samhengi þá þarf McIlroy að vera í efsta sætinu  næstu 585 vikurnar, eða næstu 11 árin og rúmlega það, til þess að jafna við Woods.

Kylfingar sem hafa setið lengst í efsta sætinu:

1. Tiger Woods - 683
2. Greg Norman - 331
3. Rory McIlroy - 98
4. Nick Faldo - 97
5. Dustin Johnson - 91
6. Sevel Ballesteros - 61
7. Luke Donald - 56
8. Jason Day - 51
9. Ian Woosnam - 50
10. Brooks Koepka - 47