Fréttir

Heimslisti karla: Reed kominn upp í 8. sæti
Patrick Reed.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 24. febrúar 2020 kl. 10:48

Heimslisti karla: Reed kominn upp í 8. sæti

Heimslisti karla hefur verið uppfærður eftir mót helgarinnar á sterkustu mótaröðum heims. Nokkrar breytingar eru á 10 efstu sætunum en þar ber helst að nefna að Patrick Reed er aftur kominn upp í topp-10 og situr nú í 8. sæti.

Reed sigraði á Heimsmótinu í Mexíkó sem fór fram á Heimsmótaröðinni og fór þar fyrir vikið úr 14. sæti upp í 8. sætið.

Rory McIlroy er sem fyrr í efsta sætinu en nú er Jon Rahm mættur í 2. sætið og fer upp fyrir Brooks Koepka. Rahm og McIlroy voru báðir í toppbaráttunni í Mexíkó um helgina en McIlroy hefur nú verið í 98 vikur í efsta sæti heimslistans.

Staða efstu manna er eftirfarandi þann 24. febrúar:

1. Rory McIlroy
2. Jon Rahm
3. Brooks Koepka
4. Justin Thomas
5. Dustin Johnson
6. Adam Scott
7. Patrick Cantlay
8. Patrick Reed
9. Webb Simpson
10. Tiger Woods

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslistanum.