Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Heimslisti karla: Simpson hefur aldrei verið ofar
Webb Simpson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 22. júní 2020 kl. 14:58

Heimslisti karla: Simpson hefur aldrei verið ofar

Sigurvegari helgarinnar á RBC Heritage mótinu, Webb Simpson, hefur mátt upplifa endurnýjun lífdaga undanfarin misseri. Á síðustu tveimur árum hefur Simpson sigrað á þremur mótum á PGA mótaröðinni, þar af Players meistaramótinu, sem margir kalla fimmta risamótið.

Fyrir vikið er Simpson nú kominn í fimmta sæti heimslistans og hefur hann aldrei verið ofar. Fyrir sigurinn var Simpson í níunda sæti heimslistans og fór hann því upp um fjögur sæti.

Það er enn Norður-Írinn Rory McIlroy sem situr í efsta sætinu en hann hefur verið þar síðustu átta vikurnar. Samtals hefur McIlroy verið í efsta sætinu í 103 vikur á sínum ferli.

Þeir Jon Rahm, Justin Thomas og Brooks Koepka sitja svo í sætum tvö til fjögur. Heimslistann í heild sinni má nálgast hérna en stöðu 10 efstu manna má sjá hér að neðan.