Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Heimslisti kvenna: Thompson styrkir stöðu sína í 4. sæti
Lexi Thompson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 10. júní 2019 kl. 18:40

Heimslisti kvenna: Thompson styrkir stöðu sína í 4. sæti

Hin bandaríska Lexi Thompson er enn í fjórða sæti heimslista kvenna í golfi þrátt fyrir sigurinn á Shoprite LPGA Classic mótinu sem fór fram um helgina á LPGA mótaröðinni.

Thompson er nú með 6,34 stig og nálgast Sung Hyun Park sem er í þriðja sætinu með 6,37 stig.

Jin-Young Ko er sem fyrr í efsta sætinu og hefur nú vermt efsta sætið í 10 vikur.

Af íslensku kylfingunum tók Guðrún Brá Björgvinsdóttir stærsta stökkið milli vikna eftir flottan árangur á LET Access mótaröðinni. Guðrún situr nú í 790. sæti heimslistans en var í 841. sæti fyrir helgi.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista kvenna í golfi.

1 KOR Jin Young Ko 7.66
2 AUS Minjee Lee 6.77
3 KOR Sung Hyun Park 6.37
4 USA Lexi Thompson 6.34
5 KOR Jeongeun Lee6 5.97
6 THA Ariya Jutanugarn 5.72
7 JPN Nasa Hataoka 5.71
8 1 CAN Brooke M. Henderson 5.21
9 -1 KOR So Yeon Ryu 5.19
10 KOR Inbee Park 5.07