Hlynur kominn í 32 manna úrslit
Þriðji dagur breska áhugamannamótsins var í dag og hófst holukeppnin í dag eftir að ljóst var hvaða 64 kylfingar komust áfram eftir höggleikinn. Fimm íslenski kylfingar léku í dag í 64 manna úrslitum. Það voru þeir Aron Snær Júlíusson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Hlynur Bergsson, Kristófer Karl Karlsson og Sigurður Arnar Garðarsson. Aðeins Hlynur vann leikinn sinn og er hann því kominn í 32 manna úrslit.
Hlynur lék á móti Matt Roberts og fór leikurinn 3&2. Á morgun mætir Hlynur Skotanum Calum Scott.
Aron Snær endaðu efstur af íslensku kylfingunum í höggleiknum. Hann mætti Laird Shepherd og tapaði hann leiknum 4&2.
Dagbjartur var eina holu niður að loknum 18 holum á móti Josh Hill.
Kristófer Karl lék á móti Íranum Robert Moran og fór leikurinn þannig að Moran átti 3 holur þegar tvær voru eftir.
Að lokum tapaði Sigurður Arnar 2&1 á móti John Cleary.
Hérna má sjá öll nánari úrslit og stöðuna í leiknum á morgun.