Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Hörður dæmir á Opna bandaríska meistaramótinu
Hörður Geirsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 21:30

Hörður dæmir á Opna bandaríska meistaramótinu

Hörður Geirsson, alþjóðadómari úr Golfklúbbnum Keili, fékk þær fregnir á dögunum að hann yrði einn af dómurunum á Opna bandaríska meistaramótinu í karlaflokki sem fram fer í júní næstkomandi, þetta kemur fram á vef Golfsambands Íslands, Golf.is.

Mótið er eitt af risamótunum fjórum og verður leikið á Winged Foot West vellinum sem staðsettur er í Mamaroneck í New York fylki. Mótið fer fram dagana 18.-21. júní.

Það var Evrópska Golfsambandið, EGA, sem tilnefndi Hörð í verkefnið og í kjölfarið fékk hann boð frá Bandaríska Golfsambandinu, USGA. Hörður hefur tvívegis sinnt dómarastarfi á Opna breska meistaramótinu en þetta verður í fyrsta skipti sem hann fær slíkt boð frá USGA og er hann jafnframt fyrsti íslenski dómarinn sem gerir það.