Fréttir

Hvaða drævera nota 10 bestu kylfingar heims á Opna bandaríska?
Brooks Koepka hefur titil að verja.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 13. júní 2019 kl. 09:00

Hvaða drævera nota 10 bestu kylfingar heims á Opna bandaríska?

Opna bandaríska mótið hefst í dag á Pebble Beach vellinum í Kaliforníu. Um er að ræða þriðja risamót ársins í karlagolfinu á eftir Masters og PGA meistaramótinu.

Golfweek hefur tekið saman hvaða drævera 10 efstu kylfingar heimslistans verða með í pokanum um helgina. Þá er því kastað fram að högglengd í upphafshöggum sé farin að skipta gríðarlegu máli og því til stuðnings er bent á þá staðreynd að 10 efstu kylfingar heimslistans slá að meðaltali um 11 metrum lengra en meðalkylfingurinn á PGA mótaröðinni.

Dræverar 10 bestu kylfinga heims:

10. Xander Schauffele: Callaway Epic Flash Sub Zero, 9 gráður, Graphite Design BB-7 X skaft.

9. Bryson DeChambeau: Cobra King F9 Speedback, 9 gráður, TPT Model 14 MKP LT skaft.

8. Patrick Cantlay: Titleist 917D2, 9,5 gráður, Mitsubishi Diamana Blue 73 X skaft.

7. Justin Thomas: Titleist TS3, 9,5 gráður, Mitsubishi Diamana BF-Series 60 TX skaft.

6. Francesco Molinari: Callaway Epic Flash Sub Zero, 9 gráður, Mitsubishi Tensei CK Blue 70 TX skaft.

5. Tiger Woods: TaylorMade M5, 9 gráður, Mitsubishi Diamana D+ 60 TX skaft.

4. Justin Rose: Honma T//World 747 460, 9,5 gráður, Honma Vizard FD-7X skaft.

3. Rory McIlroy: TaylorMade M5, 10,5 gráður, Mitsubishi Tensei CK Pro White 70 TX skaft.

2. Dustin Johnson: TaylorMade M6, 10,5 gráður, Fujikura Ventus 6X prototype skaft.

1. Brooks Koepka: TaylorMade M5, 9 gráður, Mitsubishi Diamana D+ 70 TX skaft.