Hvor á fleiri golfskó - Ian Poulter eða Guðmundur Rúnar?
Nú er góður tími til að bursta golfskóna en fyrir flesta er það lítið mál sem eiga kannski nokkur pör. Atvinnukylfingurinn Ian Poulter á hins vegar svo mörg skópör að hann hefur sett á sölu um 200 pör. Okkar skómeistari á Íslandi er Suðurnesjakylfingurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson en hann hugsar vel um sína golfskó.
Þegar við sáum myndskeið frá Ian Poulter á Facebook fannst okkur tilvalið að hafa samband við Guðmund Rúnar og spyrja hann út í golfskóna hans en hann en pör eru rúmlega sextíu.