Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ingvar Andri og Hákon Örn sigruðu á Opna Ecco mótinu
Ingvar Andri
Þriðjudagur 2. ágúst 2016 kl. 08:00

Ingvar Andri og Hákon Örn sigruðu á Opna Ecco mótinu

Á mánudaginn fór fram Opna Ecco Texas Scramble mót á Hlíðavelli. Keppendur í mótinu voru 130 en alls tóku 65 lið þátt í mótinu og voru aðstæður til golfiðkunar með besta móti.

Ungir og mjög efnilegir kylfingar úr GR, Ingvar Andri Magnússon og Hákon Örn Magnússon, stóðu uppi sem sigurvegarar en þeir léku á 60 höggum með forgjöf en þeir voru með -1 í leikforgjöf.

Örninn 2025
Örninn 2025

Glæsileg tilþrif sáust á vellinum en helstu úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Höggleikur með forgjöf

1. sæti - Ingvar Andri Magnússon og Hákon Örn Magnússon 60 högg
2. sæti - Hörður Grétar Olavsson og Hákon Harðarson 61 högg
3. sæti - Högni Jónsson og Sumarliði Árnason 64 högg
4. sæti - Gunnar Ingi Björnsson og Einar Bjarni Sigurðsson 64 högg
5. sæti - Kjartan Einarsson og Aðalsteinn Bragason 65 högg

Nándarverðlaun

1. braut - Sigurður Magnússon 30 cm
9. braut - Hörður Olavsson 149 cm
12. braut - Hákon Harðarson 15 cm
15. braut - Adam Ingibergsson 30 cm


Hákon Örn Magnússon, GR.