Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Íslandsmót unglinga: Kristófer Orri lék á 66 höggum
Kristófer Orri Þórðarson. Mynd: [email protected]
Föstudagur 22. júní 2018 kl. 23:11

Íslandsmót unglinga: Kristófer Orri lék á 66 höggum

Íslandsmót unglinga í höggleik hófst í dag við fínar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru. Þátttaka í mótinu er frábær en alls skráðu 149 keppendur sig til leiks.

Fjölmargir kylfingar spiluðu vel á fyrsta degi mótsins en enginn þó betur en Kristófer Orri Þórðarson, GKG, sem er í efsta sæti í flokki 19-21 árs. Kristófer lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari og var í miklu stuði. Skorkort hans má sjá hér fyrir neðan en þar má sjá frábæra byrjun hans þar sem hann var kominn 4 högg undir par eftir 5 holur.

Örninn 2025
Örninn 2025


Skorkort Kristófers.

Staða allra flokka eftir fyrsta daginn í Íslandsmótinu í höggleik er eftirfarandi:

Flokkur stráka 14 ára og yngri:

1. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR, 74 högg (+2)
2. Dagur Fannar Ólafsson, GKG, 76 högg (+4)
2. Ísleifur Arnórsson, GR, 76 högg (+4)

Flokkur stúlkna 14 ára og yngri:

1. María Eir Guðjónsdóttir, GM, 81 högg (+9)
2. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, 83 högg (+11)
3. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR, 84 högg (+12)

Flokkur stráka 15-16 ára:

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, 69 högg (-3)
2. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, 71 högg (-1)
2. Svanberg Addi Stefánsson, GK, 71 högg (-1)

Flokkur stúlkna 15-16 ára:

1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, 75 högg (+3)
2. Kinga Korpak, GS, 80 högg (+8)
3. Ásdís Valtýsdóttir, GR, 82 högg (+10)
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, 82 högg (+10)
3. Eva María Gestsdóttir, GKG, 82 högg (+10)

Flokkur stráka 17-18 ára:

1. Ingvar Andri Magnússon, GKG, 72 högg (Par)
1. Viktor Ingi Einarsson, GR, 72 högg (Par)
3. Sverrir Haraldsson, GM, 73 högg (+1)

Flokkur stúlkna 17-18 ára:

1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, 77 högg (+5)
2. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG, 81 högg (+9)
3. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, 84 högg (+12)
3. Árný Eik Dagsdóttir, GKG, 84 högg (+12)

Flokkur stráka 19-21 árs:

1. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 66 högg (-6)
2. Lárus Garðar Long, GV, 69 högg (-3)
2. Tumi Hrafn Kúld, GA, 69 högg (-3)

Ísak Jasonarson
[email protected]