Fréttir

Íslandsmótið í holukeppni: Ólafía Þórunn og Guðrún Brá mætast í undanúrslitum
Ólafía og Guðrún (t.v.) mætast í undanúrslitum en Valdís (t.h.) féll úr leik í 8 manna úrslitunum.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 20. júní 2020 kl. 19:02

Íslandsmótið í holukeppni: Ólafía Þórunn og Guðrún Brá mætast í undanúrslitum

Í dag varð ljóst hvaða kylfingar leika til undanúrslita í Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Akureyri um helgina. Annar dagur mótsins fór fram í dag við flottar aðstæður.

Sigurvegarar síðasta árs, Rúnar Arnórsson og Saga Traustadóttir, eru bæði úr leik í þetta skiptið en Rúnar féll úr leik í riðlakeppninni og Saga í 8 manna úrslitum gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur.

Í kvennaflokki eru það þær Ragnhildur Kristinsdóttir, Eva Karen Björnsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem eiga enn möguleika á titlinum. Klúbbfélagarnir Ragnhildur og Eva Karen mætast en Eva Karen gerði sér lítið fyrir og vann Valdísi Þóru Jónsdóttur í 8 manna úrslitum mótsins. Leikur þeirra fór alla leið á 19. holu.

Fróðlegt verður að fylgjast með leik Ólafíu og Guðrúnar á morgun en hafa barist um sigurinn í fyrstu mótum ársins. Ólafía sigraði á Akranesi á fyrsta stigamótinu á meðan Guðrún Brá vann í Mosfellsbæ á heimslistamótaröðinni og á Suðurnesjum á stigamótaröðinni.

8 manna úrslit kvk:

Ragnhildur Kristinsdóttir vann Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur, 3/2
Eva Karen Björnsdóttir vann Valdísi Þóru Jónsdóttur, 19. hola
Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, 6/5
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vann Sögu Traustadóttur, 5/4

Í karlaflokki mætast þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Hákon Örn Magnússon annars vegar og Ólafur Björn Loftsson og Axel Bóasson hins vegar. Guðmundur Ágúst hafði betur gegn Andra Má Óskarssyni í 8 manna úrslitunum en sá leikur fór alla leið á 18. holu. Hinir leikirnir fóru allir á 17. holu.

8 manna úrslit kk:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann Andra Má Óskarsson, 1/0
Hákon Örn Magnússon vann Aron Snæ Júlíusson, 2/1
Ólafur Björn Loftsson vann Harald Franklín Magnús, 2/1
Axel Bóasson vann Andra Þór Björnsson, 2/1

Leikir morgundagsins eru því eftirfarandi:

Ragnhildur Kristinsdóttir GR - Eva Karen Björnsdóttir GR
Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK - Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR - Hákon Örn Magnússon GR
Ólafur Björn Loftsson GKG - Axel Bóasson GK

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja.


Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn í undanúrslit Íslandsmótsins.