Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Jóhanna Lea áfram í næstu umferð á breska áhugakvennamótinu
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 9. júní 2021 kl. 14:39

Jóhanna Lea áfram í næstu umferð á breska áhugakvennamótinu

Fyrstu umferð holukeppninnar í breska áhugakvennamótinu var leikinn í dag. Þrír íslenskir kylfingar hófu leik á mánudaginn, þær Hulda Clara Gestsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir. Þær komust allar í gegnum höggleikinn og voru 64-kvenna úrslit leikin í dag. Ragnhildur lauk leik fyrr í dag en hún beið lægri hlut gegn Aine Donegan en Ragnhildur var í efsta sætinu eftir höggleikinn.

Þær Hulda Clara og Jóhanna Lea mættust í umferð dagsins og var leikurinn jafn og spennandi frá fyrstu holu. Þegar á 17. holu var komið var Jóhanna Lea eina holu upp. Sú forysta dugði henni því hún var að lokum tvær holur upp þegar allar 18 holurnar höfðu verið leiknar.

kylfingur.is
kylfingur.is

Jóhanna Lea mætir Hazel Macgarvie á morgun í 32-kvenna úrslitum og verður hægt að fylgjast með stöðu leiksins hérna.

Öll úrslit dagsins í dag má nálgast hérna.

Örninn járn 21
Örninn járn 21