Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Justin Thomas á námskeið til þess að bæta sig sem persónu
Justin Thomas.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 20. janúar 2021 kl. 22:22

Justin Thomas á námskeið til þess að bæta sig sem persónu

Justin Thomas sagði í dag að hann myndi sækja námskeið til að bæta sig sem persónu og að hann skildi vel þá ákvörðun Ralph Lauren að segja upp samstarfi sínu við sig eftir að hafa notað fordómafullt orðbragð gagnvart samkynhneigðum á þriðja hring Sentry Tournament of Champions fyrr í mánuðinum.

Atvikið átti sér stað á fyrsta móti ársins á PGA mótaröðinni eftir að Thomas missti um eins og hálfs meters langt pútt. Eftir hringinn baðst Thomas afsökunar og sagði þetta vera óafsakanlegt, engu að síður sagði Ralph Lauren upp samstarfi sínu við Thomas, sem hefur unnið 13 sinnum á PGA mótaröðinni.

„Þetta er ekki orð sem ég nota, en einhverra hluta vegna þá kom þá út úr mér og ég er að reyna að átta mig á því af hverju...af hverju það kom út úr mér,“ sagði Thomas í dag í Abu Dhabi en á morgun hefur hann leik á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu.

„Eins og ég sagði þá verður þetta hluti af ferlinu, hluti af námskeiðinu, hvað sem ég þarf að gera, ekki aðeins að sanna fyrir sjálfum mér heldur sýna styrktaraðilunum mínum og fólkinu sem þekkir mig ekki að ég er ekki manneskja sem segi svona.“

Thomas sagði einnig að hann hafa verið í sambandi við styrktaraðila sína og vildi reyna að nýta þetta tækifæri til að vaxa sem einstakling. Að sama skapi sagðist hann skilja vel þá ákvörðun Ralph Lauren að rifta samningnum.

„Þeir þurftu að gera það sem þeir þurftu að gera. Þetta er risastór vörumerki og ég þarf að virða ákvörðun þeirra. Ég var ekki vonsvikin, af því ég setti þá í hræðilega stöðu.“

„Ég var meira í uppnámi. Ég átti í frábæru samstarfi með mikið af fólki frá fyrirtækinu og það var tækifæri að gera þetta saman. Ég virði ákvörðun þeirra og held áfram.“