Fréttir

Justin Thomas biðst afsökunar á ummælum sínum
Justin Thomas.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 10. janúar 2021 kl. 21:59

Justin Thomas biðst afsökunar á ummælum sínum

Justin Thomas var fljótur að biðjast afsökunar á ummælum sínum sem hann lét falla eftir að hafa misst stutt pútt á þriðja degi Sentry Tournament of Champions mótsins.

Eins og sést í myndbandinu hér að neðan heyrist í Thomas segja enska orðið „faggot“ sem er meiðyrði yfir samkynhneigða karlmenn. 

Eftir hringinn sagði Thomas að það væri engin afsökun fyrir orðnotkunina og þyrfti hann einfaldlega að gera betur. Viðtalið af púttinu og svo viðtalinu er að finna neðar.

„Það er bara engin afsökun. Ég er fullorðinn maður. Það er einfaldlega engin ástæða fyrir mig að vera að nota svona orð. Þetta er hræðilegt.“

„Ég skammast mín alveg hrikalega. Ég er ekki þessi manneskja. En því miður þá gerði ég þetta og ég þarf að lifa með því og mér þykir þetta mjög leiðinlegt.“

„Eins og ég sagði þá er þetta óafsakanlegt. Ég veit ekki hvað ég skal segja. Þetta er slæmt. Það er engin önnur leið að segja þetta. Ég þarf að gera betur. Ég læri af þessu. Ég vil biðja alla sem ég hef á einhvernhátt móðgað innilegrar afsökunar og ég mun verða betri í framhaldinu.“

Líkegt þykir að Thomas þurfi að borga háa fjárhæð í sekt en það mun ekki bæta upp fyrir þessi orð sem hann lét falla.