Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Thomas missir styrktaraðila
Justin Thomas.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 16. janúar 2021 kl. 12:08

Thomas missir styrktaraðila

Ralph Lauren hefur bundið enda á tæplega 8 ára samstarf við kylfinginn Justin Thomas sem hefur þar með misst einn af sínum stærstu styrktaraðilum.

Ástæðan er sú að Thomas lét ummæli falla eftir að hafa misst stutt pútt á Sentry Tournament of Champions mótinu um síðustu helgi. Eins og sést í þessari frétt mátti heyrast í Thomas segja enska orðið „faggot“ sem er meiðyrði yfir samkynhneigða karlmenn.

Örninn 2025
Örninn 2025

Eftir hringinn sagði Thomas að það væri engin afsökun fyrir orðnotkunina og hann þyrfti einfaldlega að gera betur.

Í tilkynningu frá Ralph Lauren kemur eftirfarandi fram: „Við erum niðurdregin vegna orða Thomas sem eru algjörlega í ósamræmi við okkar gildi. Við tókum til greina að hann hafi beðist afsökunar og áttað sig á alvarleika orða sinna en hann er launaður sendiherra vörumerkisins okkar og aðgerðir hans stangast á við þá menningu sem við höldum uppi.

Með ábyrgð í huga gagnvart öllum hagsmunaaðilum okkar höfum við ákveðið að hætta að styrkja Hr. Thomas á þessum tímapunkti.“

Hinn 27 ára gamli Thomas hafði verið samningsbundinn Ralph Lauren frá því að hann gerðist atvinnumaður árið 2013. Síðan þá hefur hann sigrað á 13 mótum á PGA mótaröðinni og er í dag í 3. sæti á heimslista karla í golfi. Hann spilar næst á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu á Evrópumótaröðinni.