Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Kári Tryggvason kjörinn nýr formaður GM
Fimmtudagur 29. desember 2016 kl. 08:00

Kári Tryggvason kjörinn nýr formaður GM

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar var haldinn fimmtudaginn 15. desember síðastliðinn í hátíðarsal Lágafellsskóla. Góð mæting félagsmanna var á fundinn en alls mættu um 70 félagar. Fundarsköp voru með hefðbundnum hætti en fyrir fundinum lágu lagabreytingar frá stjórn klúbbsins ásamt rekstrarreikningar síðasta rekstrar árs.

Skýrsla stjórnar

Örninn 2025
Örninn 2025

Guðjón Karl Þórisson flutti skýrslu stjórnar GM um starfsemi félagsins á síðasta rekstrarári þar sem árið var nokkuð markvert í sögu GM en á síðasta ári voru framkvæmdir hafnar við langþráða félags- og æfingaaðstöðu við Hlíðavöll. Framkvæmdum hefur miðað mjög vel og er uppsteypu hússins nýlokið.

Guðjón Karl gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í GM en hann hefur setið sem formaður frá 2012 í GKj og síðustu tvö rekstrarár sem fyrsti formaður GM. Guðjón tekur sæti í nýrri stjórn GM á næsta rekstrarári og mun því áfram þjóna félagsmönnum GM.

Kári Tryggvason kjörinn nýr formaður GM

Fyrir aðalfund lá tillaga uppstillingarnefndar að nýrri stjórn GM. Ljóst var í haust að nokkrir stjórnarmenn GM gæfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu og ákvað stjórn að skipa Uppstillingarnefnd til að vinna að framboðum til stjórnar. Engin mótframboð bárust og staðfesti aðalfund kjör stjórnar með lófaklappi.

Stjórn GM starfsárið 2016 – 2017

  • Kári Tryggvason - formaður
  • Guðjón Karl Þórisson
  • Kristinn Wium
  • Vala Valtýsdóttir
  • Auður Ósk Þórisdóttir
  • Ragnheiður Ríkharðsdóttir
  • Siggeir Kolbeinsson

Varastjórn GM starfsárið 2016 – 2017

  • Einar Már Hjartarson
  • Nína Björk Geirsdóttir
  • Ásbjörn Björgvinsson
  • Margrét Óskarsdóttir

Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam rétt rúmum 17 milljónum og eftir fjármagnsliði var afkoman 11,5 milljónir. Rekstrartap GM á síðasta ári nam í raun ríflega 17 milljónum og er því viðsnúningur á rekstri ríflega 28 milljónir.

Ákvörðun félagsgjalda

Tekin var fyrir tillaga stjórnar að félagsgjöldum í GM rekstrarárið 2016 – 2017. Aðalfundur staðfesti tillögu stjórnar en gjöldin má finna hér.

Ísak Jasonarson
[email protected]