Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Kaymer og Watson fara í umspil – Johnson fékk umdeilt víti
Sunnudagur 15. ágúst 2010 kl. 23:39

Kaymer og Watson fara í umspil – Johnson fékk umdeilt víti

Dramatíkin á lokaholunum á PGA-meistaramótinu var með ólíkindum. Martin Kaymer og Bubba Watson fara í umspil eftir að hafa leikið hringina fjóra á 11 höggum undir pari en mótið á eftir að fara í sögubækurnar fyrir þátt Dustin Johnson á lokaholunni.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hann lauk leik á 11 höggum undir pari og hélt að hann væri á leið í umspil um sigurinn. Johnson sló hins vegar annað högg sitt úr agnarsmárri sandgryfju utan brautar á 18. brautinni. Hann áttaði sig hins vegar ekki að hann væri í glompu og fékk tvö högg í víti fyrir að leggja kylfuna í sandinn áður en hann sló.

Dómurinn verður að teljast afar harður enda var nær ómögulegt að gera sér grein fyrir að um glompu væri að ræða því áhorfendur stóðu í glompunni og allt niðurtroðið í kring. Hins vegar var kylfingum greint rækilega frá því að allur sandur á vellinum féllist undir leik í glompu og því hefði Johnson kannski átt að vita betur. Alls eru 1200 glompur á Whistling Staits vellinum en aðeins um 10% af þeim eru rakaðar.

Staðan í mótinu

Myndir/golfsupport.nl: Dustin Johnson gerði sorgleg mistök á PGA-meistaramótinu í kvöld.