Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Kennsla og mæling fyrir neðstu sætin
Opna PlayGolf Iceland fer fram á Þorlákshafnarvelli. Mynd: seth@golf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 18. júní 2020 kl. 10:28

Kennsla og mæling fyrir neðstu sætin

Líkt og svo oft áður verður nóg um að vera fyrir hinn almenna kylfing á Íslandi dagana 20.-21. júní næstkomandi. Fjölmörg opin mót verða á dagskrá og á meðal þeirra er Opna PlayGolf Iceland mótið sem fer fram í Þorlákshöfn á sunnudeginum.

Til mikils er að vinna fyrir þá kylfinga sem fá flesta punkta eða spila á lægsta skorinu í mótinu en verðlaunin eru til að mynda frá fyrirtækjunum 66°Norður, Matarkjallaranum og Húsasmiðjunni. Þá eru einnig frábær verðlaun í boði fyrir þá sem enda í einu af neðstu sætunum.

Þannig er mál með vexti að sá kylfingur sem endar í neðsta sætinu vinnur sér inn fría mælingu hjá Golfkylfur.is þar sem Birgir Björnsson deilir sinni visku. Birgir er einn fremsti kylfusmiður landsins en fyrirtæki hans er staðsett í Hraunkoti í Hafnarfirði. Verðlaunin fyrir þann sem endar í næst neðsta sætinu eru ekki heldur af verri endanum því þar er í boði 30 mínútna kennsla hjá atvinnukylfingnum Axel Bóassyni sem verður í eldlínunni á Íslandsmótinu í holukeppni um helgina.

Þátttökugjaldið í mótið er 5.500 krónur og fá allir keppendur teiggjöf á fyrsta teig. Verðlaunin má sjá hér fyrir neðan en hér er hægt að skrá sig í mótið.

Punktakeppni:

1. sæti punktakeppni: 50 þús. kr. gjafabréf frá 66°Norður.
2. sæti punktakeppni: 40 þús. kr. gjafabréf frá 66°Norður.
3. sæti punktakeppni: 25 þús. kr. gjafabréf frá 66°Norður.
4. sæti punktakeppni: 20 þús. kr. gjafabréf frá 66°Norður.
5. sæti punktakeppni: 15 þús. kr. gjafabréf frá Matarkjallaranum.
6. sæti punktakeppni: 10 þús. kr. gjafabréf og húfa frá 66°Norður.

Höggleikur:

1. sæti höggleikur: 40 þús. kr. gjafabréf frá 66°Norður.
2. sæti höggleikur: Sumaraðild fyrir tvo hjá Golfklúbbi Selfoss.
3. sæti höggleikur: 15 þús. kr. gjafabréf frá Matarkjallaranum.

Nándarverðlaun:

Næstur holu á 2. holu: Golf fyrir fjóra í Þorlákshöfn + húfa frá 66°Norður.
Næstur holu á 5. holu: 10 þús kr. gjafabréf frá Húsasmiðjunni + húfa frá 66°Norður.
Næstur holu á 8. holu: Skoðun hjá Tékklandi Bifreiðaskoðun + húfa frá 66°Norður.
Næstur holu á 14. holu: 10 þús kr. gjafabréf frá Húsasmiðjunni + húfa frá 66°Norður.

Aukaverðlaun í punktakeppni:

10. sæti - Verðmat á fasteign frá Fasteignasölunni Mikluborg.
15. sæti - Golf fyrir fjóra á Hvaleyrarvelli hjá Keili.
20. sæti - Gjafabréf frá Lemon.
23. sæti - Verðmat á fasteign frá Fasteignasölunni Mikluborg.
30. sæti - Golf fyrir fjóra á Garðavelli hjá Leyni.
45. sæti - Gjafabréf frá Lemon.
50. sæti - Húfa frá 66°Norður.
60. sæti - 30 mín. kennsla hjá atvinnukylfingnum Axel Bóassyni
70. sæti - Húfa frá 66°Norður.
80. sæti - Húfa frá 66°Norður.
90. sæti - 30 mín. kennsla hjá atvinnukylfingnum Axel Bóassyni
100. sæti - Húfa frá 66°Norður.
110. sæti - Húfa frá 66°Norður.
Næst síðasta sæti - 30 mín. kennsla hjá atvinnukylfingnum Axel Bóassyni
​Síðasta sæti - Mæling hjá Golfkylfur.is.


Axel Bóasson.