Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Kjölur og Bakkakot í eina sæng = Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Fimmtudagur 11. desember 2014 kl. 22:56

Kjölur og Bakkakot í eina sæng = Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Samþykkt var á aðalfundi Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ að stofna nýjan golfklúbb sem fær heitið Golfklúbbur Mosfellsbæjar. Nýi klúbburinn verður til við sameiningu Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots í Mosfellsdal. Sameiningin og nýja nafnið var samþykkt með miklum meirihluta á aðalfundum Kjalar og Bakkakots.

Rekstur Kjalar gekk með miklum ágætum og var um 11 milljóna kr. hagnaður á síðasta rekstrarári en nánar verður fjallað um aðalfund Kjalar síðar þegar nánari upplýsingar berast. 

Við þessa sameiningu verður til 1100 manna golfklúbbur en samkvæmt tölum í árskýrslu GSÍ voru 766 félagar í Kili og 326 félagar í Bakkakoti. Golfklúbbur Mosfellsbæjar verður því fjórði fjölmennasti golfklúbbur landsins en Keilir (1.350), GKG (1.561) og GR (2,884) eru fjölmennustu golfklúbbar landsins. 

Örninn 2025
Örninn 2025