Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Kristján Þór kominn í forystu á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar
Kristján Þór Einarsson.
Miðvikudagur 25. júlí 2018 kl. 08:00

Kristján Þór kominn í forystu á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar

Kristján Þór Einarsson, GM, er kominn upp í efsta sæti stigalistans á Eimskipsmótaröðinni eftir góðan árangur í síðustu mótum. Hann verður því í forystu fyrir Íslandsmótið í höggleik sem fer fram í Vestmannaeyjum í vikunni en þar er hann talinn sigurstanglegur, sérstaklega þar sem hans eini Íslandsmeistaratitill í höggleik kom einmitt í Vestmannaeyjum árið 2008.

Kristján Þór endaði í öðru sæti um síðustu helgi á KPMG-Hvaleyrarbikarnum þar sem hann tapaði í bráðabana gegn Henning Darra Þórðarsyni. Þá hefur hann einnig endað í öðru sæti á Símamótinu og 5. sæti á Egils Gull mótinu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Kristján kemst upp fyrir Andra Má Óskarsson sem var í efsta sætinu en hann fellur niður í þriðja sætið þar sem Birgir Björn Magnússon er kominn upp í annað sætið.

Henning Darri er nú kominn upp í 4. sæti og eru alls fjórir kylfingar úr GK meðal 6 efstu á listanum.

Staðan á Eimskipsmótaröðinni fyrir Íslandsmótið í höggleik:

1. Kristján Þór Einarsson, GM, 2.612
2. Birgir Björn Magnússon, GK, 2.473
3. Andri Már Óskarsson, GHR, 2.471
4. Henning Darri Þórðarson, GK, 2.162
5. Axel Bóasson, GK, 2.000


Birgir Björn Magnússon er annar.

Ísak Jasonarson
[email protected]