Kristján Þór með vallarmet og sigraði með yfirburðum á Honda Classic mótinu
Kristján Þór Einarsson úr GM lék ótrúlegt golf á lokahringnum á Honda Classic mótinu sem lauk í dag á Garðavelli. Hann kom inn á 65 höggum eða 7 höggum undir pari og bætti vallarmetið á Garðavelli um eitt högg. Mótið var lokamót ársins á Eimskipsmótaröðinni en Kristján sigraði með yfirburðum. Annar varð Heiðar Davíð Bragason úr GHD.
Kristján Þór hóf leik á 1. holu í morgun og fór nokkuð rólega af stað. Hann var á pari vallarins eftir 5 holur en þá hafði hann fengið 5 pör í röð. Þá tóku við flottar holur þar sem hann fékk þrjá fugla í röð á holum 6-8.
Á seinni níu hélt hann áfram að sækja og fékk fjóra fugla, þar á meðal á 18. holu og sló þar með vallarmetið á Garðavelli sem Þórður Rafn Gissurarson og Magnús Lárusson áttu. Þeir félagarnir höfðu áður leikið á 66 höggum en Kristján lék hringinn eins og fyrr segir á 65 höggum.
Annar í mótinu varð Heiðar Davíð Bragason en hann lék hringina þrjá samtals á 3 höggum undir pari. Jafnir í þriðja sæti urðu þrír kylfingar, Andri Már Óskarsson, Jóhannes Guðmundsson og Þórður Rafn Gissurarson. Þeir enduðu á 6 höggum yfir pari.
Lokastaðan í karlaflokki:
1. Kristján Þór Einarsson, GM (73-71-65) 209 högg -7
2. Heiðar Davíð Bragason, GHD (71-75-73) 219 högg +3
3.-5 Andri Már Óskarsson, GHR (74-79-69) 222 högg +6
3.-5. Jóhannes Guðmundsson, GR (76-74-72) 222 högg +6
3.-5. Þórður Rafn Gissurarson, GR (73-72-77) 222 högg +6
6. Stefán Már Stefánsson, GR (72-73 -78) 223 högg +7
7. Vikar Jónasson, GK (76-74 -76) 226 högg +10
8.-11 Björn Óskar Guðjónsson, GM (81-74-72) 227 högg +11
8.-11.. Tumi Hrafn Kúld, GA (78-75-74) 227 högg +11
8.-11. Viktor Ingi Einarsson, GR (79-73-75) 227 högg +11
8.-11. Eggert Kristján Kristmundsson, GR (78-72-77) 227 högg +11
Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.