Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Kristófer og Viktor báðir undir pari á Doral Publix mótinu
Kristófer Karl Karlsson endaði í 17. sæti í flokki 16-18 ára.
Mánudagur 24. desember 2018 kl. 11:53

Kristófer og Viktor báðir undir pari á Doral Publix mótinu

Tólf íslenskir kylfingar kepptu á Doral Publix Junior Golf Classic mótinu sem fór fram dagana 22.-23. desember í Flórída. Keppt var í tveimur aldursflokkum í unglingamótinu.

Kristófer Karl Karlsson og Viktor Ingi Einarsson léku best á öðrum keppnisdegi en þeir léku báðir undir pari. Kristófer lék á 71 höggi eða höggi undir pari á meðan Viktor lék á 69 höggum. 

Örninn 2025
Örninn 2025


Skorkort Viktors Inga á öðrum keppnisdegi.

Skor íslensku kylfinganna í mótinu:

Arnar Logi Andrason, 14-15 ára, 86, 88 högg (85. sæti)
Viktor Ingi Einarsson, 16-18 ára, 82, 69 högg (18. sæti)
Kjartan Óskar Guðmundsson, 16-18 ára, 85, 83 högg (104. sæti)
Sverrir Haraldsson, 16-18 ára, 74, 83 högg (54. sæti)
Kristófer Karl Karlsson, 16-18 ára, 79, 71 högg (17. sæti)
Bjarni Þór Lúðvíksson, 14-15 ára, 80, 91 högg (81. sæti)
Ragnar Már Ríkarðsson, 16-18 ára, 78, 76 högg (34. sæti)
Daníel Ísak Steinarsson, 16-18 ára, 87, 80 högg (98. sæti)
Árný Dagsdóttir, 16-18 ára, 87, 85 högg (47. sæti)
Eva María Gestsdóttir, 14-15 ára, 89, 86 högg (44. sæti)
Hulda Clara Gestsdóttir, 16-18 ára, 82, 85 högg (37. sæti)
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, 16-18 ára, 83, 86 högg (41. sæti)

Hér er hægt að sjá skor keppenda.

Ísak Jasonarson
[email protected]