Fréttir

Kylfurnar sem Dustin Johnson notaði á Masters
Dustin Johnson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 16. nóvember 2020 kl. 14:00

Kylfurnar sem Dustin Johnson notaði á Masters

Dustin Johnson landaði um helgina sínum öðrum risatitli þegar að hann bar sigur úr býtum á Masters mótinu á nýju mótsmeti. Hann bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína og endaði fimm höggum á undan næsta manni á 20 höggum undir pari.

Þetta er annar risatitill Johnson en hann fagnaði einnig sigri á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2016. Þetta er 24. sigurinn hans á PGA mótaröðinni.

Johnson hefur verið samningsbundinn TaylorMade í töluverðan tíma en það fer ekki á milli mála þegar litið er í poka hans. Auk þess að vera með 14 TaylorMade kylfur í pokanum leikur hann með TP5X bolta frá fyrirtækinu. Athygli vekur að Johnson er ekki með 56 gráðu fleygjárn í pokanum, einungis 52 gráður og 60 gráður. 

Þetta var í pokanum hjá Dustin Johnson á Masters mótinu 2020:

Bolti: TaylorMade TP5x
Dræver: TaylorMade SIM (Fujikara Speeder 661 Evoloution 2.0X), 10,5 gráður
3-tré: TaylorMade SIM Max, 15 gráður
7-tré: TaylorMade SIM Max, 21 gráða
Járn (3-PW): TaylorMade P730
Fleygjárn: TaylorMade Milled Grind 2 (52, 60 gráður)
Pútter: TaylorMade Spider Tour IB