Fréttir

Langer semur við Tour Edge
Bernhard Langer.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 9. febrúar 2021 kl. 15:00

Langer semur við Tour Edge

Einn sigursælasti kylfingur allra tíma, Bernhard Langer, er hvergi nærri hættur keppnisgolfi og til marks um það þá samdi hann á dögunum við kylfuframleiðandann Tour Edge.

Langer, sem sigraði á tveimur risamótum og 45 mótum á Evrópu- og PGA mótaröðinni á sínum tíma, hefur leikið á Öldungamótaröð PGA undanfarin ár og er þar kominn með 41 titil. Í ár er hann í forystu á stigalista mótaraðarinnar og er þar með örlítið forskot á Ernie Els sem er annar.

Samkvæmt miðlinum Golfweek mun Langer nota dræver, trékylfur, járn og fleygjárn frá Tour Edge en ekki er talað um pútter. Þá verður hann með poka frá fyrirtækinu en hann fyrsta mótið hans með nýju kylfunum verður í lok febrúar.

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir því að vina með Tour Edge fólkinu, það hefur verið virkilega gott að vinna með þeim frá því að ég fór að uppfæra búnaðinn minn,“ sagði Langer í tilkynningu á mánudaginn. „Ég hef notað kylfur frá þeim í töluverðan tíma og þegar ég byrjaði að vinna með Tour Edge á Öldungamótaröðinni áttaði ég mig á því að þetta væri besti möguleikinn fyrir mig til að spila á hæsta stigi.“

Sjá einnig:

Langer elsti kylfingurinn sem kemst í gegnum niðurskurðinn á Masters