Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Lárus og Helga sigruðu á Hjóna- og paramótinu á Akureyri
Steinþór Jónasson einn eigenda Golfskálans afhenti verðlaunahöfunum verðlaunin á lokahófinu.
Mánudagur 11. ágúst 2014 kl. 09:39

Lárus og Helga sigruðu á Hjóna- og paramótinu á Akureyri

Hjóna-og paramóti Golfskálans & GA lauk í gær á Jaðarsvelli á Akureyri. Eftir tveggja daga höggleik stóðu Lárus Þór Svanlaugsson og Helga Harðardóttir uppi sem sigurvegarar en mótinu var slitið með glæsilegu lokahófi.

Fyrri daginn var leikinn höggleikur þar sem betra skor á holu taldi með forgjöf. Seinni daginn var svo leikinn Greensome. Töluverð úrkoma var á föstudeginum en svo birti til á laugardeginum. Um 200 kylfingar tóku þátt, (100 pör), og komust færri að en vildu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Veitt voru verðlaun fyrir 7 efstu sætin í mótinu auk nándarveðlauna á öllum par-3 brautum. Þar til viðbótar var fjöldi af aukaverðlaunum í mótinu.

1.sæti - Lárus Þór Svanlaugsson og Helga Harðardóttir 67+69=136
2.sæti - Arinbjörn Kúld og Anna Einarsdóttir 69+68=137
3.sæti - Bergþór Jónsson og Rósa Guðmundsdóttir 68+69=137
4.sæti - Jónas Jónsson og Guðlaug María Óskarsdóttir 68+70=138
5.sæti - Máni Ásgeirsson og Helga Hilmarsdóttir 65+74=139
6.sæti - Einar Magnússon og Ingibjörg Bjarnadóttir 66+73=139
7.sæti - Eiríkur Ólafsson og Júlíana Jónsdóttir 67+73=140

Nándarveðlaun fyrri dag:

4.braut - Edda Gunnarsdóttir 0,80 m
6.braut - Þorsteinn Einarsson 1,92 m
11.braut - Ingi Hlynur 2,53 m
14.braut - Friðgeir Guðnason 1,0 m
18.braut - Guðlaug María Óskarsdóttir 0,98 m

Nándarverðlaun og lengsta teighögg seinni dag:
4.braut - Dóra Bjarnadóttir 3,06 m
6.braut - Ómar Örn 2,22 m
8.braut - Lengsta teighögg kvenna - Jóhanna Barðdal
11.braut - Bergþór Jónsson 1,25 m
14.braut - Rúnar Svanholt 2,52 m
15.braut - Lengsta teighögg karla - Pétur Thorsteinsson
18.braut - Óskar Sverrisson 0,62 m



Fleiri myndir má nálgast á fésbókarsíðu mótsins: