Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Leirdalsvöllur stóð „svellið“ í vetur að mestu af sér
Hér má sjá ástandið á Leirdalsvelli eins og það var þann 11. apríl s.l.. Mynd/[email protected]
Fimmtudagur 24. apríl 2014 kl. 16:00

Leirdalsvöllur stóð „svellið“ í vetur að mestu af sér

Guðmundur Árni Gunnarsson vallarstjóri á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar skrifar á fésbókarsíðu GKG að Leirdalsvöllur komi mun betur undan vetri en nokkur þorði að vona. Veturinn var langur og erfiður á Leirdalsvelli og mikið svell myndaðist á brautum og flötum í vetur.

Nokkrir staðir á vellinum munu bera þess merki að svellið hafi legið þar yfir í vetur en unnið verður í þeim svæðum með öllum tiltækum ráðum til þess að ná þeim af stað á ný.

Örninn 2025
Örninn 2025

Boðað verður til vinnudags hjá GKG á næstunni þar sem að gengið verður til ýmissa verka og Leirdalsvöllur „snyrtur“ fyrir komandi verkefni á afmælisárinu. Íslandsmótið í höggleik fer fram á Leirdalsvelli í sumar og verður það í fyrsta sinn sem það mót verður í umsjón GKG sem fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. 

[email protected]