LET Access: Berglind fyrst út á Spáni
Berglind Björnsdóttir, GR, er meðal keppenda á Santander Golf Tour LETAS Valencia mótinu sem hefst á miðvikudaginn á LET Access mótaröðinni í golfi.
Berglind fer út í fyrsta hollinu klukkan 8:10 að staðartíma eða klukkan 6:10 að íslenskum tíma og verður því búin með fyrsta hringinn snemma á morgun.
Santander mótið verður 9. mót Berglindar á tímabilinu en hún er í 155. sæti á stigalistanum fyrir mót vikunnar.
Alls eru leiknir þrír hringir í mótinu sem lýkur á föstudaginn.