Fréttir

Lowry vill enda árið í efsta sæti
Shane Lowry. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 16:44

Lowry vill enda árið í efsta sæti

Írinn Shane Lowry vonast til að enda árið á Evrópumótaröð karla á góðum nótum nú þegar einungis þrjú mót eru eftir af tímabilinu. Lowry er á meðal keppenda á Turkish Airlines mótinu sem fer fram í vikunni og er í leit að sínum sjötta titli á mótaröðinni.

Fyrir mót vikunnar er Lowry einungis um 700 stigum á eftir Bernd Wiesberger sem er efstur á stigalista mótaraðarinnar en Lowry sigraði bæði á Abu Dhabi HSBC mótinu snemma á árinu og Opna mótinu í sumar. Lowry setur stefnuna á efsta sætið í lok tímabils.

„Markmiðið mitt næstu vikurnar er að spila eins vel og ég get. Það væri frábært ef ég ætti möguleika á því að vinna Race to Dubai þegar 18 holur eru eftir í lokamótinu. Að verða númer eitt í Evrópu væri mjög sérstakt og myndi gera árið enn betra.

Það væri rjóminn á kökuna. Ég ætla að gera mitt allra besta en verð ekki of vonsvikinn ef það tekst ekki. Ég hef átt gott ár."

Icelandair Gefðu frí um jólin Bus 640
Icelandair Gefðu frí um jólin Bus 640