Fréttir

LPGA: Hall sigraði eftir bráðabana
Georgia Hall. Mynd: Golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 21. september 2020 kl. 10:00

LPGA: Hall sigraði eftir bráðabana

Englendingurinn Georgia Hall sigraði um helgina á Cambia Portland Classic mótinu sem fór fram á LPGA mótaröð kvenna í golfi.

Hall fagnaði sigri eftir bráðabana gegn Ashleigh Buhai en þær höfðu leikið hringina þrjá á 12 höggum undir pari. Hall fékk par á annarri holu bráðabanans en myndband af því má sjá hér fyrir neðan.

Þetta er annar sigur Hall á LPGA mótaröðinni en sá fyrsti kom á Opna breska mótinu árið 2018.

Hannah Green, sem hafði titil að verja í mótinu, endaði á 9 höggum undir pari og jöfn í 12. sæti að þessu sinni.

Lokastöðuna í mótinu má sjá hér.

Staða efstu kylfinga:

1. Georgia Hall, -12 (sigur eftir bráðabana)
2. Ashleigh Buhai, -12
3. Moriya Jutanugarn, -11
3. Yealimi Noh, -11
5. Robynn Ree, Inbee Park, Caroline Masson, Mariah Stackhouse, Cheyenne Knight, Jasmine Suwannapura, Mel Reid, -10