Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

LPGA: Hur tók forystuna
Mi Jung Hur.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 1. nóvember 2019 kl. 08:02

LPGA: Hur tók forystuna

Annar dagur Taiwan Swinging Skirts mótið var leikinn í nótt og er það Mi Jung Hur sem er í forystu eftir daginn. Hur var jöfn Nelly Korda fyrir daginn er nú kominn með eins höggs forystu.

Hur lék á 66 höggum annan daginn í röð. Hún byrjaði hringinn með miklum látum en hún fékk fimm fugla á fyrstu sex holunum. Hún bætti við tveimur fuglum til viðbótar það sem eftir lifði hrings og tapaði einu höggi. Hringinn endaði hún því á sex höggum undir pari og er samtals á 12 höggum undir pari.

Korda lék á 67 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Á hringnum fékk hún fimm fugla og restina pör. Hún er ein í öðru sæti á 11 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.